Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júní 2024 11:35 Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira