Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 10:11 Palestínumenn kanna húsarústir eftir sprengjuárás Ísraela í Nuseirat-flóttamannabúðunum á laugardag. Fjórir gíslar voru frelsaðir í árásinni en Hamas segja að á þriðja hundruð manns hafi fallið. AP/Jehad Alshrafi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27
Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52