Óhugnanlegt slys á Íslandsmeistaramótinu í kappakstri mótorhjóla Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 21:09 Keppandinn endaði langt utan brautar. Skjáskot/Kvartmíluklúbburinn Nokkuð óhugnanlegt slys varð á svæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði í dag þegar keppandi á Íslandsmeistaramótinu í kappakstri mótorhjóla féll af hjóli sínu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala, þar sem hann undirgengst nú rannsóknir. Þetta staðfestir Kristín Rós Hlynsdóttir keppnisstjóri mótsins í samtali við Vísi. Hún segir að maðurinn hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur um borð í sjúkrabílinn. Mbl.is greindi fyrst frá slysinu. Sýnt var frá mótinu á Youtube-rás Kvartmíluklúbbsins. Þegar rúmlega ein og hálf klukkustund er liðin af útsendingunni bregður lýsendum og einn þeirra segir „Árekstur, árekstur, árekstur.“ Útsendinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Kristín Rós segir að áreksturinn hafi orðið á þriðja hring kappakstursins. Hún búi ekki yfir nánari upplýsingum um líðan keppandans að svo stöddu. Hlé hafi verið gert á keppninni á meðan mótshaldarar réðu ráðum sínum. Eftir um fjörutíu mínútna hlé hafi verið ákveðið að halda keppni áfram og hún hafi gengið áfallalaust fyrir sig eftir það. Þá segir hún að tildrög slyssins séu enn ókunn, verið sé að skoða hvað gerðist. Keppnin í dag var sú fyrsta af þremur á Íslandsmótinu í kappakstri mótorhjóla. Annað mót verður haldið í júlí og það þriðja í ágúst. Akstursíþróttir Slökkvilið Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira
Þetta staðfestir Kristín Rós Hlynsdóttir keppnisstjóri mótsins í samtali við Vísi. Hún segir að maðurinn hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur um borð í sjúkrabílinn. Mbl.is greindi fyrst frá slysinu. Sýnt var frá mótinu á Youtube-rás Kvartmíluklúbbsins. Þegar rúmlega ein og hálf klukkustund er liðin af útsendingunni bregður lýsendum og einn þeirra segir „Árekstur, árekstur, árekstur.“ Útsendinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Kristín Rós segir að áreksturinn hafi orðið á þriðja hring kappakstursins. Hún búi ekki yfir nánari upplýsingum um líðan keppandans að svo stöddu. Hlé hafi verið gert á keppninni á meðan mótshaldarar réðu ráðum sínum. Eftir um fjörutíu mínútna hlé hafi verið ákveðið að halda keppni áfram og hún hafi gengið áfallalaust fyrir sig eftir það. Þá segir hún að tildrög slyssins séu enn ókunn, verið sé að skoða hvað gerðist. Keppnin í dag var sú fyrsta af þremur á Íslandsmótinu í kappakstri mótorhjóla. Annað mót verður haldið í júlí og það þriðja í ágúst.
Akstursíþróttir Slökkvilið Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira