Við lok grunnskólans Atli Björnsson skrifar 8. júní 2024 08:30 Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun