Við lok grunnskólans Atli Björnsson skrifar 8. júní 2024 08:30 Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun