Við lok grunnskólans Atli Björnsson skrifar 8. júní 2024 08:30 Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar