Takk, Kristinn Jón Kaldal skrifar 7. júní 2024 17:01 Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir. Eyðileggja vegi í veldisvexti Kristinn bendir meðal annars á skelfilegt ástand vega á Vestfjörðum. Í vor hefur Vegagerðin verið að fjarlægja bundið slitlag af vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og breyta í malarvegi. Í frétt á vef RÚV um þetta mál nefndi svæðisstjóri Vegagerðarinnar sérstaklega þungaflutninga með sjókvíaeldislax sem ástæðu fyrir þessu afleita ástandi á svæðinu. Útskýrði hann að einn hlaðinn flutningabíll slíti vegum á við 10.000 fólksbíla. Þessir bílar eyðileggja vegi sem sagt í veldisvexti miðað við þyngd. Í fréttum RÚV kom líka fram að fyrir tveimur árum þurfti að endurbyggja fimm kílómetra vegkafla um Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, eftir að vegurinn hrundi. Akkúrat á þessum kafla eru gríðarlegir þungaflutningar með sjókvíaeldislax. Sagði svæðisstjórinn að endurbygging vegarins um Mikladal hefði tekið stóran hluta af fjármagni til styrkingarverkefna á Vesturlandi og Vestfjörðum á síðustu tveimur árum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við holufyllingar á Vestfjörðum fimmfaldast á síðustu árum, en á því tímabili hefur framleiðsla á sjókvíaeldislaxi þrettánfaldast á svæðinu. Í fyrra óku að meðaltali hvern einasta dag 3,8 fullfermdir þungaflutningabílar með sjókvíaeldislax um vegi Vestfjarða. Það er á við umferð 13,9 milljón fólksbíla á ári. Auðvitað eyðileggur slík umferð þjóðvegakerfið. Það væri fásinna að taka ekki með í dæmið við kostnað þjóðfélagsins af sjókvíaeldinu þær gríðarlegu skemmdir sem þungaflutningar einkafyrirtækja valda á vegum fyrir vestan. Vegir sem ætlaðir eru til þungaflutninga af þessu umfangi, þurfa bæði betri undirbyggingu og betra slitlag. Að byggja vegi fyrir slíka bíla kostar gríðarlegar upphæðir. Örugglega mun hærri en takmarkað auðlindagjald sem sjókvíaeldisfyrirtækin greiða nú í ríkissjóð. Þangað hefur aðeins eitt sjókvíeldisfyrirtæki greitt tekjuskatt (og það aðeins tvisvar sinnum) frá árinu 2007 þegar elsta fyrirtækið í þessum iðnaði var stofnað. Sveitarfélögin höfðuðu mál Kristinn bendir réttilega á að í grein sem kom frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum í maí var ranglega haldið fram að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Hið rétta er að það voru sveitarfélögin sem fóru í mál við sjókvíeldisfyrirtækin vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Við þökkum Kristni fyrir ábendinguna. Forvitnileg hlið á því máli er að héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Arnalaxi í vil. Samkvæmt niðurstöðu dómsins telst eldisfiskur ekki sjávarafli og því er ekki lagastoð fyrir álagningu aflagjalds af fiski sem landað er úr sjókvíaeldi. Á því atriði hvíldi meðal annars vörn Arnarlax. Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins. „Við vonumst til þess að þegar við áfrýjum þessu til Landsréttar að niðurstöðunni verði hnekkt. En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir þáverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fólkið í ráðuneytinu Í grein sinni nefnir Kristinn umræður um hversu skynsamlegt það er að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Kristni virðist finnast sú umræða ósanngjörn og jafnvel standa í þeirri trú að hún sé aðeins komin frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Svo er þó ekki. Í skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi á Íslandi, sem kom út 2023, var vakin athygli á því að starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis í eigu stjórnarformanns Arnarlax vann samhliða fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að því að undirbúa ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019. Fjölmiðlar hafa líka sagt ítarlega frá því að skrifstofustjóri sem stýrði sviði fiskeldis í ráðuneytinu var í margs konar samskiptum við ráðgjafa hjá Arnarlaxi í aðdraganda setningar lagasetningarinnar 2019. Var sá ráðgjafi Arnarlax einmitt fyrrum starfsmaður í ráðuneytinu. Fékk hann meðal annars send drög að reglugerð um fiskeldi frá skrifstofustjóranum nokkrum mánuðum áður en þau voru birt opinberlega. Þessi sami skrifstofustjóri sá svo til þess að tilkynningu um birtingu laganna í Stjórnartíðindum var seinkað og þar með gildistöku þeirra. Þetta varð til þess að sjókvíaeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, náðu að skila inn gögnum tengdum leyfisumsóknum áður en nýju lögin tóku gildi og tryggðu þannig að umsóknirnar voru afgreiddar á grunni eldri laga. Var eftir miklu að slægjast því með þessu losnuðu þau við að keppa um leyfin í útboðum einsog nýju lögin kváðu á um. Í sjókvíaeldisskýrslu Ríkisendurskoðunar var fjallað um þetta mál embættismannsins: „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þeim hætti sem raun ber vitni. Umrædd töf var til þess fallin að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.“ Umræða um hversu óheppilegt er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum, er ekki uppfinning okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Því miður virðist það hafa aftur gerst, rétt einsog 2019, að vinnan við hið skelfilega lagareldisfrumvarp, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, hafi fyrst og fremst mótast af hag fyrirtækjanna fremur en almennings, náttúru og lífríki Íslands. Um það þarf auðvitað að ræða. Höfundur er talsmaður Íslenska nátturuverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Sjókvíaeldi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir. Eyðileggja vegi í veldisvexti Kristinn bendir meðal annars á skelfilegt ástand vega á Vestfjörðum. Í vor hefur Vegagerðin verið að fjarlægja bundið slitlag af vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og breyta í malarvegi. Í frétt á vef RÚV um þetta mál nefndi svæðisstjóri Vegagerðarinnar sérstaklega þungaflutninga með sjókvíaeldislax sem ástæðu fyrir þessu afleita ástandi á svæðinu. Útskýrði hann að einn hlaðinn flutningabíll slíti vegum á við 10.000 fólksbíla. Þessir bílar eyðileggja vegi sem sagt í veldisvexti miðað við þyngd. Í fréttum RÚV kom líka fram að fyrir tveimur árum þurfti að endurbyggja fimm kílómetra vegkafla um Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, eftir að vegurinn hrundi. Akkúrat á þessum kafla eru gríðarlegir þungaflutningar með sjókvíaeldislax. Sagði svæðisstjórinn að endurbygging vegarins um Mikladal hefði tekið stóran hluta af fjármagni til styrkingarverkefna á Vesturlandi og Vestfjörðum á síðustu tveimur árum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við holufyllingar á Vestfjörðum fimmfaldast á síðustu árum, en á því tímabili hefur framleiðsla á sjókvíaeldislaxi þrettánfaldast á svæðinu. Í fyrra óku að meðaltali hvern einasta dag 3,8 fullfermdir þungaflutningabílar með sjókvíaeldislax um vegi Vestfjarða. Það er á við umferð 13,9 milljón fólksbíla á ári. Auðvitað eyðileggur slík umferð þjóðvegakerfið. Það væri fásinna að taka ekki með í dæmið við kostnað þjóðfélagsins af sjókvíaeldinu þær gríðarlegu skemmdir sem þungaflutningar einkafyrirtækja valda á vegum fyrir vestan. Vegir sem ætlaðir eru til þungaflutninga af þessu umfangi, þurfa bæði betri undirbyggingu og betra slitlag. Að byggja vegi fyrir slíka bíla kostar gríðarlegar upphæðir. Örugglega mun hærri en takmarkað auðlindagjald sem sjókvíaeldisfyrirtækin greiða nú í ríkissjóð. Þangað hefur aðeins eitt sjókvíeldisfyrirtæki greitt tekjuskatt (og það aðeins tvisvar sinnum) frá árinu 2007 þegar elsta fyrirtækið í þessum iðnaði var stofnað. Sveitarfélögin höfðuðu mál Kristinn bendir réttilega á að í grein sem kom frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum í maí var ranglega haldið fram að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Hið rétta er að það voru sveitarfélögin sem fóru í mál við sjókvíeldisfyrirtækin vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Við þökkum Kristni fyrir ábendinguna. Forvitnileg hlið á því máli er að héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Arnalaxi í vil. Samkvæmt niðurstöðu dómsins telst eldisfiskur ekki sjávarafli og því er ekki lagastoð fyrir álagningu aflagjalds af fiski sem landað er úr sjókvíaeldi. Á því atriði hvíldi meðal annars vörn Arnarlax. Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins. „Við vonumst til þess að þegar við áfrýjum þessu til Landsréttar að niðurstöðunni verði hnekkt. En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir þáverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fólkið í ráðuneytinu Í grein sinni nefnir Kristinn umræður um hversu skynsamlegt það er að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Kristni virðist finnast sú umræða ósanngjörn og jafnvel standa í þeirri trú að hún sé aðeins komin frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Svo er þó ekki. Í skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi á Íslandi, sem kom út 2023, var vakin athygli á því að starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis í eigu stjórnarformanns Arnarlax vann samhliða fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að því að undirbúa ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019. Fjölmiðlar hafa líka sagt ítarlega frá því að skrifstofustjóri sem stýrði sviði fiskeldis í ráðuneytinu var í margs konar samskiptum við ráðgjafa hjá Arnarlaxi í aðdraganda setningar lagasetningarinnar 2019. Var sá ráðgjafi Arnarlax einmitt fyrrum starfsmaður í ráðuneytinu. Fékk hann meðal annars send drög að reglugerð um fiskeldi frá skrifstofustjóranum nokkrum mánuðum áður en þau voru birt opinberlega. Þessi sami skrifstofustjóri sá svo til þess að tilkynningu um birtingu laganna í Stjórnartíðindum var seinkað og þar með gildistöku þeirra. Þetta varð til þess að sjókvíaeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, náðu að skila inn gögnum tengdum leyfisumsóknum áður en nýju lögin tóku gildi og tryggðu þannig að umsóknirnar voru afgreiddar á grunni eldri laga. Var eftir miklu að slægjast því með þessu losnuðu þau við að keppa um leyfin í útboðum einsog nýju lögin kváðu á um. Í sjókvíaeldisskýrslu Ríkisendurskoðunar var fjallað um þetta mál embættismannsins: „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þeim hætti sem raun ber vitni. Umrædd töf var til þess fallin að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.“ Umræða um hversu óheppilegt er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum, er ekki uppfinning okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Því miður virðist það hafa aftur gerst, rétt einsog 2019, að vinnan við hið skelfilega lagareldisfrumvarp, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, hafi fyrst og fremst mótast af hag fyrirtækjanna fremur en almennings, náttúru og lífríki Íslands. Um það þarf auðvitað að ræða. Höfundur er talsmaður Íslenska nátturuverndarsjóðsins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun