Genginn úr meirihlutasamstarfi vegna meints trúnaðarbrests Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 10:59 Meirihlutasamstarfið tórir enn að því er lesa má úr máli Einars Jóns Pálssonar oddvita. Vísir/Samsett Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira