Langar að taka eitt ár í viðbót í Katar: „Ekki hættur með landsliðinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2024 14:02 Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er ekki hættur með landsliðinu en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er bara að reyna koma mér í gang,“ segir knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira