Varar við þenslu á byggingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júní 2024 14:01 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en á meðan sé byggingageirinn í örum vexti. Það geti reynst hættulegt fyrir geirann í slíku ástandi. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar. Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum.Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar frá því í morgun. Hætta á meiri erfiðleikumhjaðni verðbólga ekki Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir að háum stýrivöxtum sé beint að verðbólgunni sé hún ekki að láta undan. „Við munum lækka vexti um leið og verðbólga gengur niður. Síðasta verðbólgumæling var ekki nógu góð og verðbólgan jókst aðeins. Við sjáum hvernig þróunin verður í sumar. Auðvitað væri heppilegast að verðbólga væri að ganga niður samfara því sem hagkerfið kólnar, það er það sem við viljum sjá. Vonandi fer þetta að ganga í takt. Ef ekki þá getur það þýtt aðeins meiri erfiðleika,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur síðustu kjarasamninga skýra aukna verðbólgu. „Það var verið að skrifa undir nýja kjarasamninga. Við óttuðumst að þegar launahækkanir kæmu inn samfara þeim myndi það auka verðbólgu. Og það mögulega hefur komið fram í síðust mælingu En við bindum vonir við að við séum að ná þessu niður,“ segir Ásgeir. Varar við þenslu á byggingamarkaði Þrátt fyrir að sérfræðingar HMS hafi sagt í síðustu viku að uppbygging húsnæðis væri ekki að uppfylla fyrirliggjandi þörf segir Ásgeir byggingageirann ein af fáum atvinnugreinum sem sé að vaxa hratt um þessar mundir og jafnvel of hratt. „Það hefur verið of lítið byggt síðustu tíu til fimmtán ár. Við sjáum hins vegar byggingageirann núna í örum vexti. Einu fyrirtækin sem eru að sækja um lán hjá fjármálastofnunum eru byggingafyrirtæki og fasteignafélög. Við sjáum líka að fólki í byggingariðnaði er að fjölga. Þannig að við sjáum að byggingageirinn er á fullum krafti og í miklum vexti. Það er alltaf þessi hætta sem byggingageirinn stendur frammi fyrir því ef það byrjar að hægja á öllu öðru og allir aðrir geirar að fara í vörn þá getur verið hættulegt fyrir byggingageirann að hlaupa einn fram eins og mögulega er verið að gera,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira