Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2024 12:22 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Sigurjón Ólason Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að á sama tíma og komum ferðamanna til landsins fjölgaði um sex prósent fyrstu fjóra mánuði ársins þá fækkaði gistinóttum um sex prósent. Jafnframt sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að bókanir á gististöðum fyrir sumarið væru tíu til fimmtán prósentum færri núna miðað við sama tíma í fyrra. Mynd úr herferðinni Let it out eða öskurherferð Inspired by Iceland, sem farið var í eftir covid-heimsfaraldurinn.Vísir/Íslandsstofa „Aðaláhyggjuefni okkar er að sjálfsögðu það að þetta er að fara í öfuga átt við það sem við viljum sjá þróunina. Við viljum ekki sjá fleiri og fleiri ferðamenn aftur, við vildum sjá meiri og meiri verðmæti af hverjum ferðamanni og að gistinætur hvers og dvalarlengd hvers ferðamanns lengist. Það er sameiginlegt markmið allra sem standa í þessu,” segir Jóhannes í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir aukna landkynningu eina svarið við þessari öfugþróun. „Samkeppnisríkin eru líka búin að taka sig verulega á í markaðssetningu, neytendamarkaðssetningu, sem við í rauninni höfum ekki verið að sinna síðan 2022 að neinu marki. Við stóðum okkur vel í faraldrinum en eftir það, þegar aðrir fóru af stað, þá hefur verið slökkt á fjármagni í það hér á landi.” Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Hann segir þetta sameiginlegt verkefni ríkisins og ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er tvennskonar. Ríkið sér um „brand marketing” eða markaðssetninguna mörkun Íslands sem áfangastaðar. Að segja frá hvað Ísland er og að Ísland sé til og að það sé skynsamlegt að ferðast hingað. Fyrirtækin hins vegar sinna síðan sölumarkaðssetningunni og leggja gríðarlegt fé í það. Hún skilar langmestum árangri ef að ríkið leggur til þessa áfangastaða markaðssetningu, sem að eiginlega öll lönd í kringum okkur eru að gera. Og að auka við um þessar mundir,” segir Jóhannes Þór Skúlason. Hér var sagt frá verðlaunum Íslandsstofu fyrir öskurherferðina eftir covid-heimsfaraldurinn árið 2021: Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag árið 2010 um markaðsátakið sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli: Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Efnahagsmál Hótel á Íslandi Bílaleigur Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22 Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58 Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að á sama tíma og komum ferðamanna til landsins fjölgaði um sex prósent fyrstu fjóra mánuði ársins þá fækkaði gistinóttum um sex prósent. Jafnframt sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að bókanir á gististöðum fyrir sumarið væru tíu til fimmtán prósentum færri núna miðað við sama tíma í fyrra. Mynd úr herferðinni Let it out eða öskurherferð Inspired by Iceland, sem farið var í eftir covid-heimsfaraldurinn.Vísir/Íslandsstofa „Aðaláhyggjuefni okkar er að sjálfsögðu það að þetta er að fara í öfuga átt við það sem við viljum sjá þróunina. Við viljum ekki sjá fleiri og fleiri ferðamenn aftur, við vildum sjá meiri og meiri verðmæti af hverjum ferðamanni og að gistinætur hvers og dvalarlengd hvers ferðamanns lengist. Það er sameiginlegt markmið allra sem standa í þessu,” segir Jóhannes í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir aukna landkynningu eina svarið við þessari öfugþróun. „Samkeppnisríkin eru líka búin að taka sig verulega á í markaðssetningu, neytendamarkaðssetningu, sem við í rauninni höfum ekki verið að sinna síðan 2022 að neinu marki. Við stóðum okkur vel í faraldrinum en eftir það, þegar aðrir fóru af stað, þá hefur verið slökkt á fjármagni í það hér á landi.” Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Hann segir þetta sameiginlegt verkefni ríkisins og ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er tvennskonar. Ríkið sér um „brand marketing” eða markaðssetninguna mörkun Íslands sem áfangastaðar. Að segja frá hvað Ísland er og að Ísland sé til og að það sé skynsamlegt að ferðast hingað. Fyrirtækin hins vegar sinna síðan sölumarkaðssetningunni og leggja gríðarlegt fé í það. Hún skilar langmestum árangri ef að ríkið leggur til þessa áfangastaða markaðssetningu, sem að eiginlega öll lönd í kringum okkur eru að gera. Og að auka við um þessar mundir,” segir Jóhannes Þór Skúlason. Hér var sagt frá verðlaunum Íslandsstofu fyrir öskurherferðina eftir covid-heimsfaraldurinn árið 2021: Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag árið 2010 um markaðsátakið sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli:
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Efnahagsmál Hótel á Íslandi Bílaleigur Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22 Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58 Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. 3. júní 2024 22:22
Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. 21. mars 2024 08:58
Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1. mars 2023 22:01
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 31. janúar 2021 20:00