„Óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:59 Halldór Árnason á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego „Ég er bara mjög stoltur af frammistöðunni og því sem menn lögðu í leikinn,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld. „Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
„Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30