„Litla Edda öskrar inn í mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir afrekaði það sem engin íslensk þríþrautarkona eða þríþrautarkarl hafa náð. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira