Sjálfstæði eða fall? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. maí 2024 13:45 Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun