Hefur allt til brunns að bera Árný Björg Blandon skrifar 27. maí 2024 15:02 Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Árný Björg Blandon Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun