Hefur allt til brunns að bera Árný Björg Blandon skrifar 27. maí 2024 15:02 Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Árný Björg Blandon Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar