Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 09:11 Flugvélin í stæði við Keflavíkurflugvöll í morgun. Hún er á vegum ítalska leiguflugfélagsins Neos. Ragnar Unnarsson Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Eldhúsbíll frá fyrirtækinu Newrest sem þjónustaði vél Neos-flugfélagsins rakst utan í hurð á vélinni, að sögn Sigþórs Kristins Skúlasonar, forstjóra Airport Associates, þjónustuaðila vélarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli rak ökumaður þjónustubifreiðarinnar lyftu í neðri hluta flugvélarinnar. Flugvélin var á leiðinni til Króatíu en flestir þeirra sem áttu að ferðast með henni voru útskriftarnemar úr Verslunarskólanum samkvæmt upplýsingum ferðaskrifstofunnar Indigo. Helmingur hópsins sem var í annarri flugvél í morgun er þegar haldinn utan. Ragnar Unnarsson, fararstjóri hópsins, segir að reynt hafi verið að gera við flugvélina en ljóst sé orðið að það náist ekki í dag. Útlit sé fyrir að það náist að útvega aðra flugvél til þess að fljúga hópnum út í dag. „Við erum að reyna að redda þessu. Er ekki fall fararheill?“ segir Ragnar. Búið er að fresta opnunarteiti útskriftarhópsins sem átti að fara fram í kvöld vegna seinkunar annarrar vélarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Eldhúsbíll frá fyrirtækinu Newrest sem þjónustaði vél Neos-flugfélagsins rakst utan í hurð á vélinni, að sögn Sigþórs Kristins Skúlasonar, forstjóra Airport Associates, þjónustuaðila vélarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli rak ökumaður þjónustubifreiðarinnar lyftu í neðri hluta flugvélarinnar. Flugvélin var á leiðinni til Króatíu en flestir þeirra sem áttu að ferðast með henni voru útskriftarnemar úr Verslunarskólanum samkvæmt upplýsingum ferðaskrifstofunnar Indigo. Helmingur hópsins sem var í annarri flugvél í morgun er þegar haldinn utan. Ragnar Unnarsson, fararstjóri hópsins, segir að reynt hafi verið að gera við flugvélina en ljóst sé orðið að það náist ekki í dag. Útlit sé fyrir að það náist að útvega aðra flugvél til þess að fljúga hópnum út í dag. „Við erum að reyna að redda þessu. Er ekki fall fararheill?“ segir Ragnar. Búið er að fresta opnunarteiti útskriftarhópsins sem átti að fara fram í kvöld vegna seinkunar annarrar vélarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira