„Eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. maí 2024 19:55 Arnar Gunnlaugs var líflegur. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var hæstánægður með 0-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í hávaða roki upp á Skaga. „Þetta var eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla. Ég var að þjást mjög mikið á hliðarlínunni. Allir leikmenn reyndu sitt besta, en þetta voru bara hræðilegar aðstæður. Þú hefðir alveg eins getað hent um peningi til þess að fá úr því skorið hverjir myndu vilja þennan leik, en við vorum bara heppnari,“ sagði Arnar Gunnlaugsson beint eftir leik. Mark Víkinga kom úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Má segja að vítaspyrnudómurinn var umdeildur. Marko Vardic var sá brotlegi og virtist kippa Danijel Dejan Djuric niður, sem var í dauðafæri inn í markteig ÍA. Víti dæmt og Marko Vardic fékk að líta rauða spjaldið. En hvernig leit þetta út fyrir Arnari? „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er. Það var bara erfitt að dæma í þessum aðstæðum. Það voru alltaf einhver læti og svo var boltinn inni í teig og einhver var að detta og þess háttar og ég þekki mína menn á Skaganum, þeir mögnuðu upp hávaðann. Þannig að mér fannst dómarateymið mjög sterkir heilt yfir og að hlusta ekki mikið á stúkuna í dag.“ Aðspurður út í frammistöðu síns liðs í dag, þá hafði Arnar þetta að segja. „Bara frábærlega. Það er ekki hægt að spila fótbolta í svona, það er bara ekki hægt. Menn reyndu sitt besta og þetta snýst bara um hjarta og hugrekki og einhvern veginn að kreista fram sigur og ef ekki þá að reyna að kreista fram jafntefli, ef það hefðu verið bestu úrslitin í dag þá hefði ég verið mjög sáttur líka. Þetta er nógu erfiður útivöllur, ég þekki það sjálfur, ég hef spilað oft á þessum velli. Nógu erfiður útivöllur venjulega og svo bætirðu við einhverjum hundrað vindstigum og þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu. Þannig að koma héðan með sigur er bara frábært. Við unnum svipaðan sigur í fyrra út í Eyjum við svipaðar aðstæður, 1-0 sigur. Þetta eru bara sigrarnir sem að toppliðin þurfa að vinna.“ Næsti leikur Víkinga er gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Arnar telur það mikilvægt að hafa tekið öll þrjú stigin í dag, sérstaklega í ljósi þess hvaða leikur er fram undan hjá þeim. „Það er náttúrlega allt annar leikur, toppslagur. Það gæti nú eitthvað gerst á morgun gegn Fram og svo á Valur erfiðan leik í dag, það er gott að vera búnir að klára okkar leik þannig að maður getur farið í sófann og fylgst með hinum tveimur liðunum berjast um sín þrjú stig. Það er náttúrulega bara okkar El Clásico, Breiðablik á móti Víkingi. Okkur hlakkar til. Mér kvíðir ekki jafn mikið fyrir þeim leik eins og mér kveið fyrir þessum leik.“ Pablo Punyed og Aron Elís Þrándarson, lykilleikmenn Víkinga, voru ekki í hóp í dag vegna meiðsla. Verða þeir með gegn Breiðabliki? „Ég held að það séu mjög góðar líkur á að þeir verði með í þeim leik, allavegana ætla þeir að gera sitt allra besta til að reyna ná þeim leik. Læknateymið er að vinna hörðum höndum að því að gera þá klára. Ég á von á að þeir spili þann leik,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
„Þetta var eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla. Ég var að þjást mjög mikið á hliðarlínunni. Allir leikmenn reyndu sitt besta, en þetta voru bara hræðilegar aðstæður. Þú hefðir alveg eins getað hent um peningi til þess að fá úr því skorið hverjir myndu vilja þennan leik, en við vorum bara heppnari,“ sagði Arnar Gunnlaugsson beint eftir leik. Mark Víkinga kom úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Má segja að vítaspyrnudómurinn var umdeildur. Marko Vardic var sá brotlegi og virtist kippa Danijel Dejan Djuric niður, sem var í dauðafæri inn í markteig ÍA. Víti dæmt og Marko Vardic fékk að líta rauða spjaldið. En hvernig leit þetta út fyrir Arnari? „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er. Það var bara erfitt að dæma í þessum aðstæðum. Það voru alltaf einhver læti og svo var boltinn inni í teig og einhver var að detta og þess háttar og ég þekki mína menn á Skaganum, þeir mögnuðu upp hávaðann. Þannig að mér fannst dómarateymið mjög sterkir heilt yfir og að hlusta ekki mikið á stúkuna í dag.“ Aðspurður út í frammistöðu síns liðs í dag, þá hafði Arnar þetta að segja. „Bara frábærlega. Það er ekki hægt að spila fótbolta í svona, það er bara ekki hægt. Menn reyndu sitt besta og þetta snýst bara um hjarta og hugrekki og einhvern veginn að kreista fram sigur og ef ekki þá að reyna að kreista fram jafntefli, ef það hefðu verið bestu úrslitin í dag þá hefði ég verið mjög sáttur líka. Þetta er nógu erfiður útivöllur, ég þekki það sjálfur, ég hef spilað oft á þessum velli. Nógu erfiður útivöllur venjulega og svo bætirðu við einhverjum hundrað vindstigum og þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu. Þannig að koma héðan með sigur er bara frábært. Við unnum svipaðan sigur í fyrra út í Eyjum við svipaðar aðstæður, 1-0 sigur. Þetta eru bara sigrarnir sem að toppliðin þurfa að vinna.“ Næsti leikur Víkinga er gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Arnar telur það mikilvægt að hafa tekið öll þrjú stigin í dag, sérstaklega í ljósi þess hvaða leikur er fram undan hjá þeim. „Það er náttúrlega allt annar leikur, toppslagur. Það gæti nú eitthvað gerst á morgun gegn Fram og svo á Valur erfiðan leik í dag, það er gott að vera búnir að klára okkar leik þannig að maður getur farið í sófann og fylgst með hinum tveimur liðunum berjast um sín þrjú stig. Það er náttúrulega bara okkar El Clásico, Breiðablik á móti Víkingi. Okkur hlakkar til. Mér kvíðir ekki jafn mikið fyrir þeim leik eins og mér kveið fyrir þessum leik.“ Pablo Punyed og Aron Elís Þrándarson, lykilleikmenn Víkinga, voru ekki í hóp í dag vegna meiðsla. Verða þeir með gegn Breiðabliki? „Ég held að það séu mjög góðar líkur á að þeir verði með í þeim leik, allavegana ætla þeir að gera sitt allra besta til að reyna ná þeim leik. Læknateymið er að vinna hörðum höndum að því að gera þá klára. Ég á von á að þeir spili þann leik,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira