Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 17:36 Sjö voru fluttir með þyrlum á Landspítalann í Fossvogi. Hinir tuttugu voru fluttir með sjúkrabíl, ýmist á heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent