Hitafundur í Laugarnesskóla vegna skólauppbyggingar Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. maí 2024 20:57 Foreldrum í Laugarnesskóla líst illa á áform borgarinnar. Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira