Herþristar á níræðisaldri til sýnis á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 14:47 Þessi ber heitið „Placid Lassie“ og var smíðuð árið 1943 í Douglas-verksmiðjunum í Kaliforníu. Vilhelm Gunnarsson Gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þær standa á flughlaðinu norðan við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið opið almenningi milli klukkan 18 og 20. Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00