Herþristar á níræðisaldri til sýnis á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 14:47 Þessi ber heitið „Placid Lassie“ og var smíðuð árið 1943 í Douglas-verksmiðjunum í Kaliforníu. Vilhelm Gunnarsson Gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þær standa á flughlaðinu norðan við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið opið almenningi milli klukkan 18 og 20. Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00