„Forsetaframbjóðandi er á villigötum“ Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2024 12:51 Róbert Spanó segir viðbrögð Arnars Þórs við skopmynd Halldórs áhyggjuefni. vísir/vilhelm/mannréttindadómsstóll evrópu Mál Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda á hendur Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara og Vísis varðar tjáningarfrelsið og því ekki úr vegi að kalla til Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómsstóls Evrópu til að á lögfræðilegt álit á málinu. Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“ Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“
Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01