Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2024 21:04 Reynir Þrastarson, sem er leigutaki í Hítará í Borgarbyggð, segir fuglasafnið alltaf vekja mikla athygli gesta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira