Ákall til framtíðar: Nám í félagsráðgjöf! Steinunn Bergmann skrifar 19. maí 2024 07:00 Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar