Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 14:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar
Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira