Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 11:51 Gríðarlegur atgangur er nú vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu íbúa um lóð undir mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn vísir/egill Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). Eins og fram hefur komið mun bæjarstjórn Ölfuss hafa boðað til aukafundar vegna bréfs sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, sendi bæjarstjórninni vegna staðsetningar mölunarverksmiðju Heidelbergs. En eins og Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergs hefur sagt stendur til að reisa þar lokaða mölunarverksmiðju sem fullvinnur efni úr bæði Þrengslunum auk þess sem til stendur að nema jarðefni úr sjávarbotni. Efnið sem Heidelberg hefur tekið er úr landi sem Kirkja sjöunda dags aðventista á. En þar stendur til að mynda til að moka heilu fjalli, Litla Sandfelli, í mölunarverksmiðjuna og senda sem sem íblöndunarefni í sement til Evrópu. Þorsteinn segir að áhrif þessa lækki gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa sé að þetta er hnattrænt verkefni. Hængurinn er sá að vafi leikur á um hvort stjórn hafi verið í rétti með að semja um efnistökuna við Heidelberg. Ómar Torfason, sem er meðlimur í söfnuðinum, telur svo vera. Og hefur hann kært málið til lögreglu og vitnar í 28. og 24. grein kirkjulaganna með það. Ómar telur að stjórnin sitji umboðslaus og sé óheimilt að semja um slíka efnistöku. Hvort bæjarstjórn muni taka tillit til þessa atriðis á fundi sínum seinna í dag liggur hins vegar ekki fyrir. Ölfus Árborg Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu 17. maí 2024 10:28 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Eins og fram hefur komið mun bæjarstjórn Ölfuss hafa boðað til aukafundar vegna bréfs sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, sendi bæjarstjórninni vegna staðsetningar mölunarverksmiðju Heidelbergs. En eins og Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergs hefur sagt stendur til að reisa þar lokaða mölunarverksmiðju sem fullvinnur efni úr bæði Þrengslunum auk þess sem til stendur að nema jarðefni úr sjávarbotni. Efnið sem Heidelberg hefur tekið er úr landi sem Kirkja sjöunda dags aðventista á. En þar stendur til að mynda til að moka heilu fjalli, Litla Sandfelli, í mölunarverksmiðjuna og senda sem sem íblöndunarefni í sement til Evrópu. Þorsteinn segir að áhrif þessa lækki gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa sé að þetta er hnattrænt verkefni. Hængurinn er sá að vafi leikur á um hvort stjórn hafi verið í rétti með að semja um efnistökuna við Heidelberg. Ómar Torfason, sem er meðlimur í söfnuðinum, telur svo vera. Og hefur hann kært málið til lögreglu og vitnar í 28. og 24. grein kirkjulaganna með það. Ómar telur að stjórnin sitji umboðslaus og sé óheimilt að semja um slíka efnistöku. Hvort bæjarstjórn muni taka tillit til þessa atriðis á fundi sínum seinna í dag liggur hins vegar ekki fyrir.
Ölfus Árborg Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu 17. maí 2024 10:28 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01
Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55
Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu 17. maí 2024 10:28