Hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Aron Heiðar Steinsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Nýlega hafa íslensk fjarskiptafélög á opnum markaði gefið út árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Öll félögin eiga það sameiginlegt að takast á við lækkun hagnaðar samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023. Á íslenskum fjarskiptamarkaði hefur ríkt mikil samkeppni í gegnum tíðina og hefur verðlag á fjarskiptaþjónustu hérlendis oft verið lágt samanborið við önnur lönd. Síðastliðin ár hafa fjarskiptafélögin farið í umfangsmiklar fjárfestingar á 5G fjarskiptabúnaði sem býður upp á aukinn hraða og minni tafir í samskiptum á farnetinu, vænta má að þessar fjárfestingar eigi sinn hlut í auknumrekstarkostnaði sem félögin bera fyrir sig sem orsök lækkunar á hagnaði milli ársfjorðunga. Nova leiddi þessa 5G vegferð og var fyrsta fjarskiptafélagið til að koma upp 5G kerfi á Íslandi, og má segja að Nova hafi verið brautryðjandi hérlendis í þessari byltingu. Síðan 5G var fyrst sett á laggir hafa farsímafélögin strögglað við að innheimta rekstrartekjur af tækninni, enda bjóða öll félögin upp á ótakmarkað gagnamagn hérlendis fyrir fast verð og hafa ekki tekið upp þekkt viðskiptamódel erlendra fjarskiptafélaga, þar sem rukkað er eftir hraða á farnetinu. Fjarskiptafyrirtæki sem rukka viðskiptavini fyrir mismunandi hraða (Mbps) á farsímanetinu hafa tilhneigingu til að standa sig betur fjárhagslega, samanborið við þau sem gera það ekki. Þetta verðlagningarlíkan gerir fyrirtækjum kleift að hámarka tekjur með því að sinna mismunandi viðskiptavinahópum, sem hafa ólíkar þarfir og greiðsluvilja þegar kemur að þeim hraða og gagnamagni sem þeir nýta. Til dæmis um slíkt líkan má nefna T-Mobile, sem hefur boðið mismunandi verðlagningu byggða á hraða og þjónustugæðum til viðskiptavina, sem hefur styrkt fjárhagslega stöðu þess í samanburði við önnur fjarskiptafélög sem ekki hafa fylgt slíku verðlagslíkani. T-Mobile er stöðugt á undan keppinautum hvað varðar 5G niðurhals- og upphalshraða, sem hefur skilað sér í aukinni viðskiptavinánægju og tryggð, sem hefur borið með sér aukna arðbærni. (Opensignal) (Deloitte United States). Auk þess geta fyrirtæki sem innleiða áðurnefndar verðlagningarstefnur betur stjórnað netumferð og aðföngum, með því að bjóða aukinn hraða fyrir viðskiptavini sem greiða hærra verð viðhalda háu þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini. Þessi stefnumarkandi aðgreining gerir þeim kleift að hámarka nýtingu innviða og auka meðaltekjur á hvern notanda (ARPU), sem hefur jákvæð áhrif á fjárhagslega heilsu þessara fyrirtækja (McKinsey & Company). Fjarskiptafélög sem ekki aðgreina verðlagningu byggða á hraða geta staðið frammi fyrir áskorunum við að hámarka tekjur sínar og stjórna netgetu, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagslega frammistöðu þeirra. Þessi nálgun getur takmarkað getu þeirra til að fjárfesta í netbótum og nýsköpun, sem er lykilatriði á samkeppnisríkum markaði. Nú velti ég því fyrir mér, hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Hvernig má það vera arðbært að fjárfesta stórum fjármunum í tækni sem veitir aukna þjónustu sem þú sem fjarskiptafélag tekur ekki með inn í tekjumódelið? Þegar allir landsmenn hafa ótakmarkað gagnamagn á föstu verði, er kakan þá ekki orðin eins stór og hún verður nema að fjölgun verði á landsmönnum eða viðskiptamönnum.? Hefðu fjarskiptafélögum ekki tekist að búa sér til auknar tekjur á síðastliðnum tveimur árum. með því að skipta um tekjumódel á 5G sem tekur mið af því þjónustustigi sem 5G tæknin er að veita notendum? Fjárhagsstaða íslenskra fjarskiptafyrirtækja hefur verið erfið undanfarið. Þau hafa upplifað samdrátt í hagnaði vegna aukinna fjárfestinga og samkeppni, sem hefur þrýst á verðlagningu og hagnýtni þjónustu þeirra. Ef þau gera ekkert til að aðlaga verðlagningarmódel sín að breyttum markaðsaðstæðum og nýta betur 5G tæknina, gætu þau staðið frammi fyrir ýmsum neikvæðum afleiðingum. Fyrst og fremst gætu tekjur og arðsemi haldið áfram að dala, þar sem þau missa af tækifærum til að auka tekjur með mismunandi verðlagningu þjónustustigs. Þetta gæti leitt til aukins rekstrarkostnaðar ogdræmri hagnaðar, sér í lagi þar sem þau hafa fjárfest mikið í nýrri tækni án samsvarandi tekjuaukningar. Auk þess gæti takmörkuð geta til nýsköpunar og þróunar hamlað getu þeirra til að viðhalda og uppfæra innviði, sem gæti leitt til þess að þau verða eftir á í samkeppninni og komi sér í tækniskuld. Versnandi þjónustugæði er önnur hugsanleg afleiðing, þar sem skortur á fjármagni til viðhalds og uppfærslu netkerfa gæti leitt til óánægju meðal viðskiptavina og viðskiptaflótta til annarra þjónustuaðila. Með tilkomu eSIM gæti aukin samkeppni frá erlendum aðilum haft neikvæð áhrif á íslensk fjarskiptafyrirtæki. Ef þau eru ekki samkeppnishæf geta þau átt það í hættu, að missa markaðshlutdeild til erlendra fyrirtækja á komandi árum sem bjóða sveigjanlegri verðlagningarlíkön og betri þjónustu. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa íslensk fjarskiptafélög á opnum markaði gefið út árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Öll félögin eiga það sameiginlegt að takast á við lækkun hagnaðar samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023. Á íslenskum fjarskiptamarkaði hefur ríkt mikil samkeppni í gegnum tíðina og hefur verðlag á fjarskiptaþjónustu hérlendis oft verið lágt samanborið við önnur lönd. Síðastliðin ár hafa fjarskiptafélögin farið í umfangsmiklar fjárfestingar á 5G fjarskiptabúnaði sem býður upp á aukinn hraða og minni tafir í samskiptum á farnetinu, vænta má að þessar fjárfestingar eigi sinn hlut í auknumrekstarkostnaði sem félögin bera fyrir sig sem orsök lækkunar á hagnaði milli ársfjorðunga. Nova leiddi þessa 5G vegferð og var fyrsta fjarskiptafélagið til að koma upp 5G kerfi á Íslandi, og má segja að Nova hafi verið brautryðjandi hérlendis í þessari byltingu. Síðan 5G var fyrst sett á laggir hafa farsímafélögin strögglað við að innheimta rekstrartekjur af tækninni, enda bjóða öll félögin upp á ótakmarkað gagnamagn hérlendis fyrir fast verð og hafa ekki tekið upp þekkt viðskiptamódel erlendra fjarskiptafélaga, þar sem rukkað er eftir hraða á farnetinu. Fjarskiptafyrirtæki sem rukka viðskiptavini fyrir mismunandi hraða (Mbps) á farsímanetinu hafa tilhneigingu til að standa sig betur fjárhagslega, samanborið við þau sem gera það ekki. Þetta verðlagningarlíkan gerir fyrirtækjum kleift að hámarka tekjur með því að sinna mismunandi viðskiptavinahópum, sem hafa ólíkar þarfir og greiðsluvilja þegar kemur að þeim hraða og gagnamagni sem þeir nýta. Til dæmis um slíkt líkan má nefna T-Mobile, sem hefur boðið mismunandi verðlagningu byggða á hraða og þjónustugæðum til viðskiptavina, sem hefur styrkt fjárhagslega stöðu þess í samanburði við önnur fjarskiptafélög sem ekki hafa fylgt slíku verðlagslíkani. T-Mobile er stöðugt á undan keppinautum hvað varðar 5G niðurhals- og upphalshraða, sem hefur skilað sér í aukinni viðskiptavinánægju og tryggð, sem hefur borið með sér aukna arðbærni. (Opensignal) (Deloitte United States). Auk þess geta fyrirtæki sem innleiða áðurnefndar verðlagningarstefnur betur stjórnað netumferð og aðföngum, með því að bjóða aukinn hraða fyrir viðskiptavini sem greiða hærra verð viðhalda háu þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini. Þessi stefnumarkandi aðgreining gerir þeim kleift að hámarka nýtingu innviða og auka meðaltekjur á hvern notanda (ARPU), sem hefur jákvæð áhrif á fjárhagslega heilsu þessara fyrirtækja (McKinsey & Company). Fjarskiptafélög sem ekki aðgreina verðlagningu byggða á hraða geta staðið frammi fyrir áskorunum við að hámarka tekjur sínar og stjórna netgetu, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagslega frammistöðu þeirra. Þessi nálgun getur takmarkað getu þeirra til að fjárfesta í netbótum og nýsköpun, sem er lykilatriði á samkeppnisríkum markaði. Nú velti ég því fyrir mér, hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Hvernig má það vera arðbært að fjárfesta stórum fjármunum í tækni sem veitir aukna þjónustu sem þú sem fjarskiptafélag tekur ekki með inn í tekjumódelið? Þegar allir landsmenn hafa ótakmarkað gagnamagn á föstu verði, er kakan þá ekki orðin eins stór og hún verður nema að fjölgun verði á landsmönnum eða viðskiptamönnum.? Hefðu fjarskiptafélögum ekki tekist að búa sér til auknar tekjur á síðastliðnum tveimur árum. með því að skipta um tekjumódel á 5G sem tekur mið af því þjónustustigi sem 5G tæknin er að veita notendum? Fjárhagsstaða íslenskra fjarskiptafyrirtækja hefur verið erfið undanfarið. Þau hafa upplifað samdrátt í hagnaði vegna aukinna fjárfestinga og samkeppni, sem hefur þrýst á verðlagningu og hagnýtni þjónustu þeirra. Ef þau gera ekkert til að aðlaga verðlagningarmódel sín að breyttum markaðsaðstæðum og nýta betur 5G tæknina, gætu þau staðið frammi fyrir ýmsum neikvæðum afleiðingum. Fyrst og fremst gætu tekjur og arðsemi haldið áfram að dala, þar sem þau missa af tækifærum til að auka tekjur með mismunandi verðlagningu þjónustustigs. Þetta gæti leitt til aukins rekstrarkostnaðar ogdræmri hagnaðar, sér í lagi þar sem þau hafa fjárfest mikið í nýrri tækni án samsvarandi tekjuaukningar. Auk þess gæti takmörkuð geta til nýsköpunar og þróunar hamlað getu þeirra til að viðhalda og uppfæra innviði, sem gæti leitt til þess að þau verða eftir á í samkeppninni og komi sér í tækniskuld. Versnandi þjónustugæði er önnur hugsanleg afleiðing, þar sem skortur á fjármagni til viðhalds og uppfærslu netkerfa gæti leitt til óánægju meðal viðskiptavina og viðskiptaflótta til annarra þjónustuaðila. Með tilkomu eSIM gæti aukin samkeppni frá erlendum aðilum haft neikvæð áhrif á íslensk fjarskiptafyrirtæki. Ef þau eru ekki samkeppnishæf geta þau átt það í hættu, að missa markaðshlutdeild til erlendra fyrirtækja á komandi árum sem bjóða sveigjanlegri verðlagningarlíkön og betri þjónustu. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun