Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 08:51 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Aðsend Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí. Í tilkynningu segir að Guðmundur Fertram og Kerecis hljóti tilnefningu fyrir að hafa þróað leið til að græða sár með fiskroði en sýnt hafi verið fram á að fiskroð megi nota til að græða illvíg sár, svo sem sár af völdum sykursýki, bruna eða skurðaaðgerða, sem annars leiði oft til aflimunar. „Guðmundur Fertram og þróunarteymi hans voru valin úr hópi rúmlega 550 tilnefndra um verðlaunin og eru nú komin í úrslit til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 í flokki stærri fyrirtækja. Verðlaunin eru viðurkenning á uppfinningum sem veitt hafa verið einkaleyfi á í Evrópu. Þetta er í annað sinn sem íslenskt þróunarteymi er tilnefnt til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna en í fyrra voru Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, prófessorar emeritus við Háskóla Íslands og stofnendur Oculis, tilnefndir til verðlaunanna. Virkar sem stoðgrind fyrir húðina Vegna flókinnar byggingar húðarinnar og hversu flóknir sáragræðsluferlar eru, hefur meðhöndlun sára alltaf verið krefjandi verkefni. Hundruð þúsunda fólks um allan heim er með skerta virkni vegna sára sem ekki gróa. Dýrahúð hefur verið notuð til að búa til eins konar stoðgrind fyrir húðfrumur að skríða inn í og mynda nýja húð. Guðmundur Fertram og hans teymi hafa tekið þessa tækni á næsta stig með því að nota þorskroð sem felur í sér margvíslegan ávinning fram yfir hefðbundnar sáravörur sem unnar eru úr húð spendýra. Vegna þess að ýmsar veirur geta sýkt fleiri en eina tegund spendýra, þarf að meðhöndla sáravörur sem unnar eru úr spendýrum með sterkum efnum til að draga úr smithættu. Sú meðferð dregur úr virkni þessara efna. Vegna þess að ekki er hætta á að sjúkdómar berist frá fiskum til manna er hægt að halda vinnslu á fiskroðinu í lágmarki, sem þýðir að hægt er að varðveita þrívíða byggingu þess, fitur og ómegasýrur sem stuðla að sáragræðslu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi að rétt eins og hjá mannfólkinu samanstandi roð fiska af húðþekju, húð og undirhúð. „Þróunarlega séð er húð okkar því eins og fiskroð fyrir utan að fiskroðið hefur hreistur sem þróaðist í hár hjá manninum. Það tók okkur fjögur ár á rannsóknarstofunni að þróa aðferð til að fjarlægja frumur og erfðaefni úr roðinu til að koma í veg fyrir ónæmissvörun þegar það er sett á mannslíkamann, án þess að tapa efnafræðilegri virkni og byggingu roðsins og varðveita sáragræðslueiginleika þess,“ útskýrir Guðmundur Fertram. Nýsköpun sem hófst í hafinu Ennfremur segir að árið 2007 hafi Guðmundur Fertram, sem býr að sérþekkingu í efnafræði og verkfræði, tekið fyrstu skrefin í átt að því að raungera hugmynd sína um að nota fiskroð til að meðhöndla sár og vefjaskemmdir. „Þetta leiddi til þess að Kerecis, sem stofnað var í kringum uppfinninguna, setti nýja vöru á markað árið 2013, sem er lýst í ritrýndri úttekt National Library of Medicine sem „hraðari meðferð við sáragræðslu, sem dregur úr verkjum og þörf á umbúðaskiptum, auk þess sem hún dregur úr kostnaði í tengslum við meðferð og veitir bættan árangur með tilliti til fagurfræðilegra þátta og virkni húðarinnar í samanburði við hefðbundin meðferðarúrræði“. Þann 7. júlí 2023 tilkynnti Coloplast um kaup sín á Kerecis sem metið var á 1,3 milljarða evra. Þessi tímamótakaup gerðu Kerecis að fyrsta „einhyrningnum“ í íslensku viðskiptalífi. Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða afhent í beinu streymifrá Möltu 9. júlí næstkomandi. Þá mun Evrópska einkaleyfastofan einnig tilkynna um vinningshafa vinsældaverðlaunanna, sem valinn verður í gegnum almenna atkvæðagreiðslu á netinu,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Í tilkynningu segir að Guðmundur Fertram og Kerecis hljóti tilnefningu fyrir að hafa þróað leið til að græða sár með fiskroði en sýnt hafi verið fram á að fiskroð megi nota til að græða illvíg sár, svo sem sár af völdum sykursýki, bruna eða skurðaaðgerða, sem annars leiði oft til aflimunar. „Guðmundur Fertram og þróunarteymi hans voru valin úr hópi rúmlega 550 tilnefndra um verðlaunin og eru nú komin í úrslit til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 í flokki stærri fyrirtækja. Verðlaunin eru viðurkenning á uppfinningum sem veitt hafa verið einkaleyfi á í Evrópu. Þetta er í annað sinn sem íslenskt þróunarteymi er tilnefnt til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna en í fyrra voru Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, prófessorar emeritus við Háskóla Íslands og stofnendur Oculis, tilnefndir til verðlaunanna. Virkar sem stoðgrind fyrir húðina Vegna flókinnar byggingar húðarinnar og hversu flóknir sáragræðsluferlar eru, hefur meðhöndlun sára alltaf verið krefjandi verkefni. Hundruð þúsunda fólks um allan heim er með skerta virkni vegna sára sem ekki gróa. Dýrahúð hefur verið notuð til að búa til eins konar stoðgrind fyrir húðfrumur að skríða inn í og mynda nýja húð. Guðmundur Fertram og hans teymi hafa tekið þessa tækni á næsta stig með því að nota þorskroð sem felur í sér margvíslegan ávinning fram yfir hefðbundnar sáravörur sem unnar eru úr húð spendýra. Vegna þess að ýmsar veirur geta sýkt fleiri en eina tegund spendýra, þarf að meðhöndla sáravörur sem unnar eru úr spendýrum með sterkum efnum til að draga úr smithættu. Sú meðferð dregur úr virkni þessara efna. Vegna þess að ekki er hætta á að sjúkdómar berist frá fiskum til manna er hægt að halda vinnslu á fiskroðinu í lágmarki, sem þýðir að hægt er að varðveita þrívíða byggingu þess, fitur og ómegasýrur sem stuðla að sáragræðslu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi að rétt eins og hjá mannfólkinu samanstandi roð fiska af húðþekju, húð og undirhúð. „Þróunarlega séð er húð okkar því eins og fiskroð fyrir utan að fiskroðið hefur hreistur sem þróaðist í hár hjá manninum. Það tók okkur fjögur ár á rannsóknarstofunni að þróa aðferð til að fjarlægja frumur og erfðaefni úr roðinu til að koma í veg fyrir ónæmissvörun þegar það er sett á mannslíkamann, án þess að tapa efnafræðilegri virkni og byggingu roðsins og varðveita sáragræðslueiginleika þess,“ útskýrir Guðmundur Fertram. Nýsköpun sem hófst í hafinu Ennfremur segir að árið 2007 hafi Guðmundur Fertram, sem býr að sérþekkingu í efnafræði og verkfræði, tekið fyrstu skrefin í átt að því að raungera hugmynd sína um að nota fiskroð til að meðhöndla sár og vefjaskemmdir. „Þetta leiddi til þess að Kerecis, sem stofnað var í kringum uppfinninguna, setti nýja vöru á markað árið 2013, sem er lýst í ritrýndri úttekt National Library of Medicine sem „hraðari meðferð við sáragræðslu, sem dregur úr verkjum og þörf á umbúðaskiptum, auk þess sem hún dregur úr kostnaði í tengslum við meðferð og veitir bættan árangur með tilliti til fagurfræðilegra þátta og virkni húðarinnar í samanburði við hefðbundin meðferðarúrræði“. Þann 7. júlí 2023 tilkynnti Coloplast um kaup sín á Kerecis sem metið var á 1,3 milljarða evra. Þessi tímamótakaup gerðu Kerecis að fyrsta „einhyrningnum“ í íslensku viðskiptalífi. Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða afhent í beinu streymifrá Möltu 9. júlí næstkomandi. Þá mun Evrópska einkaleyfastofan einnig tilkynna um vinningshafa vinsældaverðlaunanna, sem valinn verður í gegnum almenna atkvæðagreiðslu á netinu,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira