FIFA byrjað að vinda ofan af umbótum eftir spillingarhneykslið Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2024 11:10 Gianni Infantino, forseti FIFA, (t.v.) og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, (t.h.). Báðir hafa látið breyta reglum til að geta setið lengur í embætti þó að Ceferin hafi síðar dregið í land. Vísir/EPA Forkólfar alþjóðaknattspyrnunnar eru nú teknir til að vinda ofan af ýmsum umbótum sem áttu að bæta stjórnarhætti í kjölfar umfangsmikil spillingarmáls sem skók hana fyrir áratug. Bandarísk yfirvöld kannast ekki við að hafa lagt blessun sína yfir umbæturnar. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA var niðurlægt þegar sjö embættismenn þess voru handteknir í Zürich í Sviss rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Handtökurnar voru gerðar í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingu innan FIFA sem tengdist meðal annars mútugreiðslum frá rétthöfum sjónvarpsútsendinga og úthlutun heimsmeistaramóta. Málið varð Sepp Blatter, þáverandi forseta FIFA, að falli. Í stað hans kom Gianni Infantino, embættismaður FIFA, sem var á meðal höfunda skýrslu um umbætur sem sambandið þyrfti hrinda í framkvæmd til þess að bjarga andliti eftir hneykslið. Á meðal þess sem var lagt til voru takmörk á hversu lengi æðstu stjórnendur gætu setið í embætti, takmörk á vald forseta FIFA og að aragrúa nefnda sem spilling loðaði við yrði fækkað verulega. Afnema hámarks embættissetu og fjölga fastanefndum aftur Nú segir New York Times frá því að FIFA og álfusambönd innan þess séu búin að setja í bakkgír og byrjuð að vinda ofan af ýmsum þeim breytingum sem áttu að fyrirbyggja spillingu og bæta stjórnarhætti. Infantino og FIFA leggja þannig til á þingi sambandsins sem fer fram í Bangkok í Taílandi á föstudag að fjölga fastanefndunum sem var fækkað eftir spillingarmálið þrátt fyrir að þær hafi verið taldar einn vettvangur versta óhófsins innan sambandsins. Alþjóðlegir knattspyrnuleiðtogar sem áttu sæti í 26 fastanefndum á sínum tíma ferðuðust þannig um heiminn í einkaþotum, gistu á lúxushótelum og þáðu fyrir himinhá laun. Tillagan nú felur í sér að nefndunum fjölgi fimmfalt, úr sjö í 35. Infantino fái jafnframt heimild til þess að stofna nýjar nefndir og skipa nefndarmenn. Álfasamböndin virðast einnig síga í sama farið aftur. Asíska knattspyrnusambandið samþykkti að afnema takmörk á hversu lengi æðstu stjórnendur geta setið þannig að forseti og stjórnarmenn geta haldið áfram ótímabundið. Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, fékk reglum sambandsins breytt til þess að geta setið lengur en tólf ár á forsetastóli en ákvað síðan að bjóða sig ekki fram aftur eftir allt saman. Knattspyrnusamband Norður-Ameríku og Karíbahafs, sem var í þungamiðju spillingarmálsins á sínum tíma, hefur ekki fylgt eftir loforðum um umbætur eins og að fá óháða stjórnarmenn. Ákvarðanir teknar í fámennri kreðsu Infantino, sem stillti sér upp umbótamanni eftir fall Blatter, hefur tvöfaldað laun sín frá því að hann tók við embætti forseta FIFA. Þau nema nú nærri fimm milljón, jafnvirði tæpra 700 milljóna íslenskra króna. Hann fékk einnig reglum breytt til að hann gæti verið forseti í fimmtán ár í staðinn fyrir tólf. Völdin innan FIFA hafa einnig færst á æ færri hendur í tíð Infantino. Hann og sex manna ráð forseta álfusambandanna skrafa nú um meiriháttar ákvarðanir á bak við luktar dyr. Saman lögðu þeir fram tillögur síðasta haust sem færðu Sádi-Arabíu heimsmeistaramótið 2034 í raun á silfurfati. Sádar standa nú í umfangsmiklum fjárfestingum í knattspyrnu og öðrum íþróttum til þess að hvítþvo ímynd sína á alþjóðavettvangi. FIFA sagði New York Times að það væri alls ekki sammála gagnýnendum sem héldu því fram að sambandið að nýlegar breytingar grafi undan umbótunum sem voru gerðar. Fullyrti sambandið að bandaríska dómsmálaráðuneytið, sem rak málið gegn sambandinu á sínum tíma, hefði viðurkennt árangurinn af þeim umbótum sem ráðist var í eftir hneykslið. Talsmaður saksóknaraembættisins sem fór með málið sagði bandaríska blaðinu þó að það hefði hvorki vottað aðgerðir FIFA né farið yfir þær. Fótbolti FIFA Tengdar fréttir Amnesty segir að FIFA rúlli út rauða dreglinum fyrir Sádana Amnesty samtökin hafa brugðist hart og hratt við nýjustu fréttum úr herbúðum Alþjóða knattspyrnusambandsins um að höfuð fótboltans í heiminum hafi gert risasamning við sádi-arabískt olíufyrirtæki. 26. apríl 2024 13:30 Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. 2. nóvember 2023 07:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA var niðurlægt þegar sjö embættismenn þess voru handteknir í Zürich í Sviss rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Handtökurnar voru gerðar í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingu innan FIFA sem tengdist meðal annars mútugreiðslum frá rétthöfum sjónvarpsútsendinga og úthlutun heimsmeistaramóta. Málið varð Sepp Blatter, þáverandi forseta FIFA, að falli. Í stað hans kom Gianni Infantino, embættismaður FIFA, sem var á meðal höfunda skýrslu um umbætur sem sambandið þyrfti hrinda í framkvæmd til þess að bjarga andliti eftir hneykslið. Á meðal þess sem var lagt til voru takmörk á hversu lengi æðstu stjórnendur gætu setið í embætti, takmörk á vald forseta FIFA og að aragrúa nefnda sem spilling loðaði við yrði fækkað verulega. Afnema hámarks embættissetu og fjölga fastanefndum aftur Nú segir New York Times frá því að FIFA og álfusambönd innan þess séu búin að setja í bakkgír og byrjuð að vinda ofan af ýmsum þeim breytingum sem áttu að fyrirbyggja spillingu og bæta stjórnarhætti. Infantino og FIFA leggja þannig til á þingi sambandsins sem fer fram í Bangkok í Taílandi á föstudag að fjölga fastanefndunum sem var fækkað eftir spillingarmálið þrátt fyrir að þær hafi verið taldar einn vettvangur versta óhófsins innan sambandsins. Alþjóðlegir knattspyrnuleiðtogar sem áttu sæti í 26 fastanefndum á sínum tíma ferðuðust þannig um heiminn í einkaþotum, gistu á lúxushótelum og þáðu fyrir himinhá laun. Tillagan nú felur í sér að nefndunum fjölgi fimmfalt, úr sjö í 35. Infantino fái jafnframt heimild til þess að stofna nýjar nefndir og skipa nefndarmenn. Álfasamböndin virðast einnig síga í sama farið aftur. Asíska knattspyrnusambandið samþykkti að afnema takmörk á hversu lengi æðstu stjórnendur geta setið þannig að forseti og stjórnarmenn geta haldið áfram ótímabundið. Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, fékk reglum sambandsins breytt til þess að geta setið lengur en tólf ár á forsetastóli en ákvað síðan að bjóða sig ekki fram aftur eftir allt saman. Knattspyrnusamband Norður-Ameríku og Karíbahafs, sem var í þungamiðju spillingarmálsins á sínum tíma, hefur ekki fylgt eftir loforðum um umbætur eins og að fá óháða stjórnarmenn. Ákvarðanir teknar í fámennri kreðsu Infantino, sem stillti sér upp umbótamanni eftir fall Blatter, hefur tvöfaldað laun sín frá því að hann tók við embætti forseta FIFA. Þau nema nú nærri fimm milljón, jafnvirði tæpra 700 milljóna íslenskra króna. Hann fékk einnig reglum breytt til að hann gæti verið forseti í fimmtán ár í staðinn fyrir tólf. Völdin innan FIFA hafa einnig færst á æ færri hendur í tíð Infantino. Hann og sex manna ráð forseta álfusambandanna skrafa nú um meiriháttar ákvarðanir á bak við luktar dyr. Saman lögðu þeir fram tillögur síðasta haust sem færðu Sádi-Arabíu heimsmeistaramótið 2034 í raun á silfurfati. Sádar standa nú í umfangsmiklum fjárfestingum í knattspyrnu og öðrum íþróttum til þess að hvítþvo ímynd sína á alþjóðavettvangi. FIFA sagði New York Times að það væri alls ekki sammála gagnýnendum sem héldu því fram að sambandið að nýlegar breytingar grafi undan umbótunum sem voru gerðar. Fullyrti sambandið að bandaríska dómsmálaráðuneytið, sem rak málið gegn sambandinu á sínum tíma, hefði viðurkennt árangurinn af þeim umbótum sem ráðist var í eftir hneykslið. Talsmaður saksóknaraembættisins sem fór með málið sagði bandaríska blaðinu þó að það hefði hvorki vottað aðgerðir FIFA né farið yfir þær.
Fótbolti FIFA Tengdar fréttir Amnesty segir að FIFA rúlli út rauða dreglinum fyrir Sádana Amnesty samtökin hafa brugðist hart og hratt við nýjustu fréttum úr herbúðum Alþjóða knattspyrnusambandsins um að höfuð fótboltans í heiminum hafi gert risasamning við sádi-arabískt olíufyrirtæki. 26. apríl 2024 13:30 Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. 2. nóvember 2023 07:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Amnesty segir að FIFA rúlli út rauða dreglinum fyrir Sádana Amnesty samtökin hafa brugðist hart og hratt við nýjustu fréttum úr herbúðum Alþjóða knattspyrnusambandsins um að höfuð fótboltans í heiminum hafi gert risasamning við sádi-arabískt olíufyrirtæki. 26. apríl 2024 13:30
Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. 2. nóvember 2023 07:41