Lyf og dáleiðsla Hannes Björnsson skrifar 13. maí 2024 14:00 Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar