Auðlindirnar okkar Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 13. maí 2024 11:01 Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun