Söfn í þágu fræðslu og rannsókna Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. maí 2024 12:01 Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun