„Núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. maí 2024 22:01 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar lögðu Val af velli í fjórða leik liðana í ljónagryfjunni 91-88 og tryggðu sér um leið oddaleik til að komast í úrslit Subway deildar karla. „Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira
„Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira