Bjarni Mark: Sendi hjarta til baka, enda elska ég þá alla Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. maí 2024 19:38 Bjarni Mark lék gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Vísir/Diego Valur vann sannfærandi sigur á KA í 6. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Staðan í lok leiks var 3-1 fyrir Val eftir tvö mörk frá Patrik Pedersen. Valur náði þar með í sinn annan sigur í röð og eru komnir á gott ról. Bjarni Mark Antonsson lék á móti sínum gömlu félögum í KA í kvöld. Hann lék með KA frá árunum 2012-2018 við góðan orðstýr og þekkir því vel til á Akureyri. Við ræddum við Bjarna eftir leik. „Tilfinningin er góð eftir sigurinn. Mikilvægt að tengja saman sigra. Extra sætt fyrir mig, skrýtið að spila við KA.“ sagði Bjarni stuttu eftir leik spurður um fyristu viðbrögð. Hann bætti svo við um frammistöðuna. „Smá þung stemmning hjá okkur í hálfleik eftir að hafa fengið á okkur jöfnunarmarkið. Töluðum okkur svo bara saman að það væri heill hálfleikur eftir og nóg eftir. Skorum bara fleiri mörk og vinnum. Það var engin örvænting þó við vorum kannski full rólegir. Við siglum þessu svo bara heim, það er stundum það sem maður þarf að gera.“ Valur vann í kvöld í fyrsta sinn í deildinni tvo leiki í röð og er nú með 11 stig í þrjá sæti deildarinnar. Hversu mikilvægt er að ná þessu í dag. „Mjög mikilvægt. Það er skrýtið að segja það en við erum að spila okkur saman og finna okkar takt. Mér finnst svona eins og þetta sé allt að detta.“ Eins og áður segir á Bjarni fjölmarga leiki með meistaraflokki KA að baki. Hann fékk vænar pillur úr gula hluta stúkunnar í kvöld og púað var á hann. Hvað fannst Bjarna um þetta? „Þetta var í fyrsta sinn sem ég mæti KA í meistaraflokki og það var skrýtið. Þetta var bara gaman. Var bara eitthvað grín, ég sendi þeim bara hjarta til baka enda elska ég þá alla.“ sagði Bjarni að lokum kátur með sigurinn. Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Bjarni Mark Antonsson lék á móti sínum gömlu félögum í KA í kvöld. Hann lék með KA frá árunum 2012-2018 við góðan orðstýr og þekkir því vel til á Akureyri. Við ræddum við Bjarna eftir leik. „Tilfinningin er góð eftir sigurinn. Mikilvægt að tengja saman sigra. Extra sætt fyrir mig, skrýtið að spila við KA.“ sagði Bjarni stuttu eftir leik spurður um fyristu viðbrögð. Hann bætti svo við um frammistöðuna. „Smá þung stemmning hjá okkur í hálfleik eftir að hafa fengið á okkur jöfnunarmarkið. Töluðum okkur svo bara saman að það væri heill hálfleikur eftir og nóg eftir. Skorum bara fleiri mörk og vinnum. Það var engin örvænting þó við vorum kannski full rólegir. Við siglum þessu svo bara heim, það er stundum það sem maður þarf að gera.“ Valur vann í kvöld í fyrsta sinn í deildinni tvo leiki í röð og er nú með 11 stig í þrjá sæti deildarinnar. Hversu mikilvægt er að ná þessu í dag. „Mjög mikilvægt. Það er skrýtið að segja það en við erum að spila okkur saman og finna okkar takt. Mér finnst svona eins og þetta sé allt að detta.“ Eins og áður segir á Bjarni fjölmarga leiki með meistaraflokki KA að baki. Hann fékk vænar pillur úr gula hluta stúkunnar í kvöld og púað var á hann. Hvað fannst Bjarna um þetta? „Þetta var í fyrsta sinn sem ég mæti KA í meistaraflokki og það var skrýtið. Þetta var bara gaman. Var bara eitthvað grín, ég sendi þeim bara hjarta til baka enda elska ég þá alla.“ sagði Bjarni að lokum kátur með sigurinn.
Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15