Vilja breyta fyrirkomulagi við úthlutun plássa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 12:44 Starfsmenn Reykjavíkurborgar ætla að skoða hvort breyta þurfi regluverki við úthlutun plássa í sumarfrístund. Myndirnar eru úr safni, en frístundaheimilið Gulahlíð kemur málinu ekki beint við. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um. Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01