„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 12:24 Lögmaðurinn Helgi Silva hefur gætt hagsmuna kvennanna. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01