„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 12:24 Lögmaðurinn Helgi Silva hefur gætt hagsmuna kvennanna. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01