Ákall um aðgerðir í mansalsmálum Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 10. maí 2024 14:30 Mansal er alvarleg meinsemd og mannréttindabrot sem skotið hefur rótum í íslenskt samfélag líkt og víða annars staðar. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem hafa það að markmiði að berjast með markvissum og árangursríkum hætti gegn hvers kyns mansali. En hvernig gengur okkur að koma í veg fyrir mansal hér á landi? Í haust sendi undirrituð fyrirspurn á dómsmálaráðherra um mansal á Íslandi með það að markmiði að fá upplýsingar um stöðu mansals mála hér á landi. Almenningur á Íslandi verður kannski lítið var við mansal hér á landi en úr svari ráðherra má þó lesa að það sé engu að síður raunveruleikinn hér á landi. Fjölgun mansalsmála Samkvæmt svörum frá ráðherra hafa mansalsmál verið í rannsókn hjá lögreglu síðastliðin ár og hafa fjölgað ef eitthvað er.Algengasta birtingarmynd mansals hér á landi undanfarin ár hefur verið kynlífs- og vinnumansal. Karlmenn hafa verið þolendur í um 60% mannsalsmálanna á móti 40% kvenna. Í svarinu kemur fram að í apríl á síðasta ári hafi verið 15 opin mál í rannsókn hjá lögreglu á tímabilinu 1. apríl 2022 til 31. mars 2023. Þar af voru sjö þeirra ný mál á skýrslutímabilinu en átta þeirra höfðu byrjað í rannsókn fyrir þann tíma. Á sama tímabili voru 38 mál skráð sem „grunur um mansal“ í málaskrárkerfi lögreglunnar. Betur má ef duga skal Árið 2018 var stofnsettur samstarfshópur eftirlitsaðila um brotastarfsemi á vinnumarkaði (SEB) sem er samstarfsvettvangur lögreglu, Skattsins, Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar í þeim tilgangi að greiða fyrir upplýsingagjöf milli Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins og auka heimildir þeirra til að miðla upplýsingum til ríkisskattstjóra og lögreglu þegar grunur leikur á vinnumarkaðsbrotum, félagslegum undirboðum og hugsanlega mansali. En betur má ef duga skal. Sem liður í forvörnum skiptir einnig máli að fræða launþega, sér í lagi þá sem koma erlendis frá um lögbundin réttindi þeirra og skyldur atvinnuveitenda. Þess utan er einnig mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu meðal almennings í þeim tilgangi að draga úr eftirspurn eftir þjónustu sem þrífst oft á mansali ásamt því að efla sérkunnáttu og færni fagstétta sem koma að mansalsmálum á eðli og einkennum hinna ýmsu birtingamyndir mansals. Endurskoðun á aðgerðaráætlun Í þriðju skýrslu GRETA eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með samningi um aðgerðir gegn mansali, kemur fram að GRETA hafi áhyggjur af þeim takmarkaða árangri sem Ísland hefur náð frá síðustu úttekt í baráttunni gegn vinnumansali. GRETA brýnir íslensk yfirvöld til þess að hvetja lögreglumenn, vinnueftirlitsmenn, félagasamtök og aðra viðeigandi aðila til að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals og tryggja að heimildir og úrræði vinnueftirlits standi undir því að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir og upplýsa mansalsmál á vinnumarkaði. Janframt kemur fram að enn skorti formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa. Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að farið verði í endurskoðun á aðgerðaráætlun gegn mansali. Í dag er í gildi aðgerðaráætlun frá árinu 2019 og er því löngu orðin úreld þar sem íslenskt samfélag hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum. Aðgerðir sem snúa að því að uppræta mansal þurfa reglubundna endurskoðun, mikilvægt er í því samhengi að nýta ábendingar, reynslu, athugasemdir og leiðbeiningar frá GRETA. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali þvert á samfélagið, verkalýðshreyfingar, löggæslan, félagsyfirvöld og svo lengi mætti telja. Það er og verður alltaf viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali. Megum ekki sofna ekki á verðinum! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Mansal Félagsmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mansal er alvarleg meinsemd og mannréttindabrot sem skotið hefur rótum í íslenskt samfélag líkt og víða annars staðar. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem hafa það að markmiði að berjast með markvissum og árangursríkum hætti gegn hvers kyns mansali. En hvernig gengur okkur að koma í veg fyrir mansal hér á landi? Í haust sendi undirrituð fyrirspurn á dómsmálaráðherra um mansal á Íslandi með það að markmiði að fá upplýsingar um stöðu mansals mála hér á landi. Almenningur á Íslandi verður kannski lítið var við mansal hér á landi en úr svari ráðherra má þó lesa að það sé engu að síður raunveruleikinn hér á landi. Fjölgun mansalsmála Samkvæmt svörum frá ráðherra hafa mansalsmál verið í rannsókn hjá lögreglu síðastliðin ár og hafa fjölgað ef eitthvað er.Algengasta birtingarmynd mansals hér á landi undanfarin ár hefur verið kynlífs- og vinnumansal. Karlmenn hafa verið þolendur í um 60% mannsalsmálanna á móti 40% kvenna. Í svarinu kemur fram að í apríl á síðasta ári hafi verið 15 opin mál í rannsókn hjá lögreglu á tímabilinu 1. apríl 2022 til 31. mars 2023. Þar af voru sjö þeirra ný mál á skýrslutímabilinu en átta þeirra höfðu byrjað í rannsókn fyrir þann tíma. Á sama tímabili voru 38 mál skráð sem „grunur um mansal“ í málaskrárkerfi lögreglunnar. Betur má ef duga skal Árið 2018 var stofnsettur samstarfshópur eftirlitsaðila um brotastarfsemi á vinnumarkaði (SEB) sem er samstarfsvettvangur lögreglu, Skattsins, Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar í þeim tilgangi að greiða fyrir upplýsingagjöf milli Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins og auka heimildir þeirra til að miðla upplýsingum til ríkisskattstjóra og lögreglu þegar grunur leikur á vinnumarkaðsbrotum, félagslegum undirboðum og hugsanlega mansali. En betur má ef duga skal. Sem liður í forvörnum skiptir einnig máli að fræða launþega, sér í lagi þá sem koma erlendis frá um lögbundin réttindi þeirra og skyldur atvinnuveitenda. Þess utan er einnig mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu meðal almennings í þeim tilgangi að draga úr eftirspurn eftir þjónustu sem þrífst oft á mansali ásamt því að efla sérkunnáttu og færni fagstétta sem koma að mansalsmálum á eðli og einkennum hinna ýmsu birtingamyndir mansals. Endurskoðun á aðgerðaráætlun Í þriðju skýrslu GRETA eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með samningi um aðgerðir gegn mansali, kemur fram að GRETA hafi áhyggjur af þeim takmarkaða árangri sem Ísland hefur náð frá síðustu úttekt í baráttunni gegn vinnumansali. GRETA brýnir íslensk yfirvöld til þess að hvetja lögreglumenn, vinnueftirlitsmenn, félagasamtök og aðra viðeigandi aðila til að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals og tryggja að heimildir og úrræði vinnueftirlits standi undir því að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir og upplýsa mansalsmál á vinnumarkaði. Janframt kemur fram að enn skorti formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa. Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að farið verði í endurskoðun á aðgerðaráætlun gegn mansali. Í dag er í gildi aðgerðaráætlun frá árinu 2019 og er því löngu orðin úreld þar sem íslenskt samfélag hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum. Aðgerðir sem snúa að því að uppræta mansal þurfa reglubundna endurskoðun, mikilvægt er í því samhengi að nýta ábendingar, reynslu, athugasemdir og leiðbeiningar frá GRETA. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali þvert á samfélagið, verkalýðshreyfingar, löggæslan, félagsyfirvöld og svo lengi mætti telja. Það er og verður alltaf viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali. Megum ekki sofna ekki á verðinum! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar