Stöðugt landris og hugað að rýmingu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 21:29 Víðir Reynisson segir viðbragðsaðila og Grindvíkinga reiðubúna fyrir næsta gos. Vísir/Arnar Víðir Reynisson sviðstjóri Almannavarna segir viðbragðsaðila undirbúa rýmingu í Grindavík. Stöðugt landris hefur verið á svæðinu og kvikumagnið slíkt að miklar líkur eru taldar á gosi á allra næstu dögum. „Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37