Hugleiðingar í aðdraganda kosninga Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 8. maí 2024 12:32 Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi. Það er ánægjulegt að sjá frambjóðendur tala um kraftinn í íslensku þjóðinni og mörg þeirra tala um að sjálfbærni, virðing, réttlæti og friður verði þeirra leiðarljós í embætti. Það skiptir máli að talað sé um samfélag okkar á jákvæðan hátt og bent á það góða starf sem víða er unnið en við erum vanari hefðbundnari fréttum þar sem fjallað er um það sem betur má fara og um málefni sem valda óhug og ótta. Það skapar bjartsýni og gefur kraft þegar talað er af jákvæðni. Tilfinningar á borð við von, samkennd og þakklæti eru líklegar til að vekja fólk til virkni, hvort sem er í sínu eigin lífi eða til þátttöku í samfélagsstarfi. Það skiptir því ekki síður máli að við sem einstaklingar tölum um okkur sjálf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en oft á tíðum er okkar innri gagnrýnandi ekki að hvetja okkur áfram til góðra verka heldur að benda á hvað við gætum gert betur og vara okkur við ímynduðum ógnum. Til þess að hjálpa okkur til að lifa af hefur hugur okkar tilhneigingu til þess að horfa á það sem hann telur ógna öryggi okkar og því tökum við frekar eftir neikvæðu áreiti en jákvæðu. En hugurinn hefur einnig möguleika til að svara þessari neikvæðisskekkju og skiptir þá máli að vera meðvituð um þessa tilhneigingu og finna leiðir til að draga úr henni. Rannsóknir sýna að með því að huga að okkar innri veröld, viðhorfum og gildismati og leitast frekar við að dvelja í þakklæti fyrir það sem er jákvætt í okkar lífi og sýna okkur og öðrum samkennd gagnvart því sem betur má fara erum við líklegri til að eiga innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Nýtum tækifærið sem forsetakosningarnar bjóða til að huga að því sem við viljum sjá dafna og blómstra hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða í samfélaginu sem við byggjum. Höfundur er eigandi Veglyndis.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun