„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 11:22 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira