Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 10:57 Dekkið skoppaði ansi hátt upp á svalirnar. Vísir Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess. Greint var frá því þann 16. mars síðastliðinn að kvöldið áður hefði hjólbarði losnað undan strætisvagni og endað á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla. Vísi hefur nú áskotnast myndbandsupptaka úr öryggismyndavél hússins sem hjólið endaði á. Í myndskeiðinu sést hvernig hjólið kemur skoppandi inn á Rauðarárstíginn við Miklubraut og tekur síðan stórt skopp upp á svalir hússins, sem brotna nokkuð illa. Mildi að ekki fór verr Ljóst er að mikil mildi er að ekki fór verr, enda skoppaði þungt hjólið talsvert langa leið áður en það staðnæmdist við húsið. Húsráðandi segir í samtali við Vísi að atvikið hafi gerst rétt upp úr klukkan 22, en á þeim tíma sé oft mikil umferð gangandi vegfaranda í nágrenninu. Fólk að ganga með hunda við Klambratún og nágrenni fyrir svefninn og þar fram eftir götunum. Talið er að dekkið hafi losnað undan vagninum þegar hann stoppaði á stoppistöðinni við Klambratún. Húsið er um 160 metrum frá stoppistöðinni.Vísir Þá hafi leigjandi á jarðhæð hússins verið að klæða sig í jakka og á leið út um dyr á hlið hússins sem hjólið hæfði. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann verið kominn út og orðið í vegi dekksins. Hluti af verkferlum að herða rærnar Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS, segir í samtali við Vísi að það gerist af og til að hjól losni undan strætisvögnum. Greint var frá því tæpum mánuði eftir atvikið sem hér um ræðir að hjól hefði losnað undan öðrum strætisvagni í Hlíðunum í Reykjavík. Því sé það hluti af verkferlum að herða rærnar reglulega en það geti gerst að rærnar losni meira en venjulega, til að mynda þegar ekið er yfir hraðahindranir og þess háttar. Vagninn sem hér um ræðir sé á vegum verktaka og því bæti tryggingafélag verktakans tjón á svölunum og þeim bílum sem hjólið rakst utan í. Strætó Reykjavík Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Greint var frá því þann 16. mars síðastliðinn að kvöldið áður hefði hjólbarði losnað undan strætisvagni og endað á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla. Vísi hefur nú áskotnast myndbandsupptaka úr öryggismyndavél hússins sem hjólið endaði á. Í myndskeiðinu sést hvernig hjólið kemur skoppandi inn á Rauðarárstíginn við Miklubraut og tekur síðan stórt skopp upp á svalir hússins, sem brotna nokkuð illa. Mildi að ekki fór verr Ljóst er að mikil mildi er að ekki fór verr, enda skoppaði þungt hjólið talsvert langa leið áður en það staðnæmdist við húsið. Húsráðandi segir í samtali við Vísi að atvikið hafi gerst rétt upp úr klukkan 22, en á þeim tíma sé oft mikil umferð gangandi vegfaranda í nágrenninu. Fólk að ganga með hunda við Klambratún og nágrenni fyrir svefninn og þar fram eftir götunum. Talið er að dekkið hafi losnað undan vagninum þegar hann stoppaði á stoppistöðinni við Klambratún. Húsið er um 160 metrum frá stoppistöðinni.Vísir Þá hafi leigjandi á jarðhæð hússins verið að klæða sig í jakka og á leið út um dyr á hlið hússins sem hjólið hæfði. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann verið kominn út og orðið í vegi dekksins. Hluti af verkferlum að herða rærnar Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS, segir í samtali við Vísi að það gerist af og til að hjól losni undan strætisvögnum. Greint var frá því tæpum mánuði eftir atvikið sem hér um ræðir að hjól hefði losnað undan öðrum strætisvagni í Hlíðunum í Reykjavík. Því sé það hluti af verkferlum að herða rærnar reglulega en það geti gerst að rærnar losni meira en venjulega, til að mynda þegar ekið er yfir hraðahindranir og þess háttar. Vagninn sem hér um ræðir sé á vegum verktaka og því bæti tryggingafélag verktakans tjón á svölunum og þeim bílum sem hjólið rakst utan í.
Strætó Reykjavík Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira