Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2024 12:06 David Pecker, félagi Donalds Trump til fjölda ára, keypti réttinn á frásögnum kvenna um Trump til þess eins að sitja á þeim fyrir forsetakosningarnar árið 2016. AP/Marion Curtis Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02