Fimm ára bið á enda hjá Norris Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Lando Norris með sigurverðlaun sín í Miami Vísir/Getty Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira