Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. maí 2024 20:07 Áslaug Arna, sem er ein af kúnum á Hvanneyri og unir sér vel þar í fjósinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira