„Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. maí 2024 17:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í dag en svekktur með úrslitin og meiðslin sem fyrirliði liðsins varð fyrir. Visir/ Hulda Margrét Vestri komst tvívegis yfir en tapaði að endingu 3-2 gegn FH í 5. umferð Bestu deildar karla. Fyrirliði liðsins, Elmar Atli Garðarsson, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um ristarbrot sé að ræða, líkt og liðsfélagi hans Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir á dögunum. „Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
„Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49