„Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. maí 2024 17:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í dag en svekktur með úrslitin og meiðslin sem fyrirliði liðsins varð fyrir. Visir/ Hulda Margrét Vestri komst tvívegis yfir en tapaði að endingu 3-2 gegn FH í 5. umferð Bestu deildar karla. Fyrirliði liðsins, Elmar Atli Garðarsson, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um ristarbrot sé að ræða, líkt og liðsfélagi hans Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir á dögunum. „Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49