Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 22:32 Bjartur dagur í Reykjavík í mars. Aðeins einu sinni hafa sólskinsstundir mælst fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en í ár. Vísir/Arnar Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl. Veður Reykjavík Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl.
Veður Reykjavík Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira