„Þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:59 Benedikt ræðir við dómara í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson sagði mikið af mistökum hafa einkennt leik Njarðvíkur og Vals í dag. Hann sagði aðra leikmenn eiga að geta tekið við keflinu ef Chaz Williams á ekki sinn besta dag. „Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn