Af auðvaldsmönnum og undirlægjuhætti Ester Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:01 Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun